Val á góðum gönguskóm
Vandið valið þegar velja skal alvöru gönguskó. Yfirleðrið þarf að vera úr góðu skinni, annað hvort Aniline eða Nabuck. LOMER-skórnir eru með Nabuck yfirleðri sem búið er að bera á vax eða olíu og pressa inn í skinnið. Bólstur og vatnstungan ættu bæði að vera úr Nappa skinni, sem er mjúkt eins og hanskaleður. Öklakrókar eiga að vera grófir og halda vel að fætinum. Þá ættu skórnir að vera með Goritex eða Sympatex öndunarfilmu. Táhettan ætti að vera úr gúmmíi og með tvöfaldri ristarvörn. Sólinn á LOMER-skónum er úr Vibram-gúmmíi.
Það sem ber að varast
Spalt með plastfilmu. Spalt er afskurður af leðri og er gjarnan notað í vinnuhanska. Plasthúð er þá límd ofan á spaltið sem gefur leðrinu meira glansandi yfirbragð. Ýmis húsgögn sem sögð eru úr leðri eru unnin á þennan hátt. Þessi samsetning loftar ekki og á það til að harðna og springa í frosti. Ef það gerist er ekki hægt að gera við það. Það sama á við um Synthetic leður, eða gervileður.
Sumir framleiðendur skreyta skóna með góðum sólum, eða öndunarfilmu.
Þá er bara að nota 8-liða gátlistann sem fylgir hér á eftir.
- Sterkir: ÖKLAKRÓKAR
- Fóður: SYMPATEX eða GORITEX
- Yfirleður: CORDURA
- ANILIN eða NUBUCK-skinn
- Vatnstunga og bólstrun
- Ristarvörn: tvöfold skinnvörn
- Sóli: VIBRAM
- Annað: gúmmí táhetta
- Bryddingar: NAPPA-skinn