Gönguskór fyrir léttar göngur
Að mörgu er að hyggja þegar fest eru kaup á gönguskóm. Fyrst og fremst skiptir máli til hvaða nota þeir eru ætlaðir. Ef fara á styttri leiðir eða ganga innanbæjar þá mælum við með léttum gönguskóm. Yfirleður á helst að vera Nabuck eða rúskinn, Cordura millilag og vatnstunga. Þó skal varast að yfirleðrið sé margsamsett, það gæti valdið leka og sliti á saumum. Fóðrið ætti að vera TEX sem er öndunarfilma. Góðir öklakrókar eru nauðsynlegir. Sólinn skyldi hafa mjúkan millisóla, Phylon, sem oft er nefndur Evusóli – en slitsólinn skal vera úr gúmmíi sem gefur góða spyrnu.
Að okkar mati líta góðir og léttir gönguskór svona út: