Fóður-tex

Fjölhæfir skór fyrir öll veður í hvaða aðstæðum sem er – 100% vatnsheldir með mjög góðri öndun.Nákvæm samsetning, 100% lokun á saumum, umfangsmiklar prófanir og kröfur um hæfni tryggja hin hefðbundnu Sympatex gæði. Það eru ástæður fyrir því að SYMPATEX er einn af leiðandi framleiðendum í Evrópu.

Líkaminn ver sig ofhitnun með því að svitna.  Þó þessi náttúrulega leið sé nauðsynleg, kemur það ekki í veg fyrir óæskilega kælingu ef rakur fatnaður liggur að líkamanum. Þetta getur veikt virkni líkamans jafnvel verið skaðlegt heilsu okkar.

Varmalífeðlisfræðileg þægindi: vatnsvörn, vindvörn, öndun.

Til að viðhalda jafnri orku í mannslíkamanum verður raki að flytjast hratt frá honum.  Himnur flytja þennan raka gegnum fatnað.  Þær geta framkallað hagstætt loftslag, og þannig haldið húðinni þurri eins lengi og mögulegt er, jafnvel við mikið líkamlegt erfiði.  Þær veita einnig vörn gegn vindi, regni og snjó.  Himnur eru líka notaðar samhliða ýmsum burðarefnum fyrir fatnað, skó og fylgihluti.
Einkaleyfisskráðar Sympatex himnur: gáfulegar og notadrjúgar.

Hátæknihimnan frá Sympatex er lokað, vatnssækið himnukerfi sem er 100% vatnshelt, 100% vindhelt og hefur mikla öndunarhæfni.  Meðan örgatahimnur eru settar örsmáum holum er uppbygging Sympatex himnunnar holulaus.  Þannig veitir hún áhrifaríka vörn gegn utanaðkomandi vatni.  Samtímis knýr uppbygging himnunnar, sem samanstendur af billjónum vatnssækinna mólikúla, rakann hratt út með eðlisefnafræðilegum hætti.  Kostur Sympatex himnunnar er að hún endist mjög lengi.  Af því að í henni eru ekki holur, getur hún ekki stíflast af leyfum frá þvottadufti, ryki eða saltkristöllum.

Framúrskarandi öndunarhæfni Sympatex himnunnar er skýrð með sjálfstæðum mælingum Hohenstein stofnunarinnar.  Gegndræpi vatnsgufunarinnar er 1,5 Ret, sem þýðir að hún er flokkuð í hæsta flokk: “frábær öndunarhæfni”.

Fóður-texSympatex – Eiginleikar Sympatex tækninnar:

  1. 100% vatnsvörn með vatnssúlu upp að 250,000 mm.  Lokaðir saumar tryggja langvarandi vatnsvörn.
  2. 100% vindvörn samkvæmt vefnaðarstaðli EN ISO 9237.
  3. Mjög góð öndun sem hlaut einkunnina “framúrskarandi” og “góð” í sjálfstæðum prófunum Hohenstein Research Institute.
  4. Mjög gott vélrænt slitþol sem þakka má hágæða vinnubrögðum og efnum.
  5. Umhverfisvæn, með Öko-Tex Standard 100 staðfestingu.
  6. Einstaklega létt – með hámarks hæfni.
  7. Fyrirferðarlítil vatnssækin himna, holulaus, sem tryggir langa virkni.
  8. Hámarks hreyfigeta með upp að 300% teygjanleika.
  9. Gæði tryggð – staðfest með ýmsum prófunum bæði af Sympatex Technology og óháðum rannsóknaraðilum áður en framleiðsla hófst, meðan á henni stóð og svo eftir að framleiðslu lauk.
  10. Auðveld í þrifum, hægt að þvo eins oft og þarf án þess að glata eiginleikum sínum.