Velkomin á vef Gonguskor.is

Útivist er málið. Hvort sem gengið er sér til heilsubótar eða til að kynnast landinu í návígi er jafn mikilvægt að skórnir séu góðir og vel  fari um postulahestana – fæturna.

Ítalska skófyrirtækið LOMER framleiðir hágæða gönguskó af mörgum gerðum sem henta til allra tegunda gönguferða: allt frá  spássitúrum  um Tjörnina upp í alvöru fjallgöngur á heimsins hæstu tinda.

Skórnir eru misháir og misstífir eftir því til hverra nota þeir eru ætlaðir. Fjallgönguskórnir frá LOMER þykja einhverjir þeir bestu á markaðnum og hafa björgunarsveitarmenn og vanir gönguhrólfar hlaðið þá lofi. Við gerum tilboð fyrir gönguhópa, stóra sem smáa. Fyrirspurn sendist á [email protected].

Kíktu á úrvalið af LOMER-skóm, en með hverju pari fylgir gæðaáburður frá KIWI en skoða má úrvalið  af skóhreinsivörum á heimasíðu Ó. Johnson & Kaaber, www.ojk.is.

Útivist er lífstíll sem hentar bæði ungum sem öldnum. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri  -  þá eru mönnum allir vegir færir. Sumum duga ekki tveir jafnfljótir og hafa tekið göngustafi í sína þjónustu en með þjálfun  geta þeir létt mönnum verulega gönguna.

LOMER framleiðir skó fyrir allar tegundir gönguferða, sama hvert undirlagið eða aðstæðurnar eru.
LOMER-skór fyrir alla, frá minnstu fótgönguliðum upp í fjallageitur af eldri gerðinni.
everest LOMER skór lomer skórSella antarazit.

Góð ráð

Þegar velja á gönguskó verður að passa að þeir séu ekki of litlir. Tærnar eiga ekki að nema  við tákappann því þá er hætt við því að skórnir þrengi að þegar gengnar eru lengri leiðir.
Gott er að vera í tvennum sokkum – ekki of þykkum – til að forðast hælsæri. Best er að hægt sé að koma fingri niður með hælnum til að velja réttu stærðina.
Fyrir fullorðna dugir að nota litla puttann.
Ef valdir eru of stórir skór getur komið brot neðst við ristina sem kemur til með að nudda og særa fótinn.